Færslur: 2009 Janúar

25.01.2009 21:46

Nóg að gera

Hæ hæ og hó

Jæja ég var að klára að setja inn nokkrar nýjar myndir svo ég ákvað að skrifa smá blogg líkaemoticon
Það er sko búið að vera nóg að gera síðustu daga. Á mánudaginn síðasta byrjaði Alexander á leikaskóla! Já þetta var ekkert smá stór dagur fyrir hann og mig,,,,hehe. Fyrst vikan er alltaf róleg, þá er aðlögun og mér finnst mjög fínt að fara hægt í þetta. Ég ákvað að halda plássinu hjá dagmömmunni út vikuna svo að hann gæti farið til hennar eftir aðlögun á daginn. Mánudagurinn var bara smá heimsókn þar sem ég var með honum allan daginn. Leikskólinn heitir Hlíð og deildin hans heitir Álfahlíðemoticon Ég er alveg mjög ánægð með allt enn sem komið er. Fóstrurnar eru alveg frábærar og aðstaðan góð. Smá saman fór ég svo að skilja hann eftir, fyrst klukkutími, svo tveir tíma og svo endaði þetta með að hann var næstum fullan dag á föstudaginn. Aðlögunin gekk rosalega vel, hann fór aldrei að gráta þegar ég fór heldur vinkaði mér bara og sagði bæ bæ mamma. Ekkert smá dugleg og alveg ótrúlega stolt móðir sem gekk út. Fóstrurnar voru mjög duglega að hrósa honum og segja að hann sé roaslega duglegur og alveg greinilega mikil félagsvera. Hann veit heldur ekkert skemmtilegra en að leika sér með hópi barna. Ég hef fulla trú á að þetta eigi eftir að halda áfram að ganga svona vel því þessi litli strákur sem við eigum er algjör hetja emoticon


Annars er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í vinnunni hjá mér sem er æði, ég elska líka vinnuna mín. Hversu gott er það þegar maður er að gera eitthvað sem maður hefur gaman af allan daginn og er að vinna með fólki sem er yndisleg emoticon Á morgun ætla ég svo að skella mér í leikfimi eftir of langa pásu. Ætla að kíkja í tíma í World class laugum og hlakka mikið til að fá þetta aftur inní rútínuna mína, maður verður bara svo miklu orkumeiri, glaðari, hressari, ferskari.....já ég gæti endalaust talið upp.

Af Kára okkar er allt gott að frétta. Hann er enn í Noregi og það gengur bara vel hjá honum. Hann er líka svo duglegur og ég veit að yfirmennirnir hans eru ekkert smá ánægðir með hann og vinnubrögðin hjá honum, Enda veit ég að hver sá sem fær Kára í vinnu getur sko verið ánægður því þar er á ferðinni fyrsta flokks smiður, sem hefur svo gaman að því sem hann er að gera og gerir það svooo vel emoticon Það stóð til að Kári kæmi heim núna á föstudaginn en það þarf að öllum líkindum að fresta heimkomunni um viku þar sem það þarf að klára verkefnið sem þeir eru með á næstu tvem vikunum. Við Alexander vildum auðvita helst allaf hafa hann heima en auðvita verður þetta ekkert mál þar sem það er mikið að gera og hann verður kominn heim áður en við vitum af emoticon Alexander finnst alltaf rosalega gaman að tala við pabba sinn í símann, segir hátt og skírt Halló Pabbi í hvaða síma sem hann kemst í. Svo þegar þeir feðgarnir eru að tala saman þá segir hann pabba sínum hvað hann er sterkur, sýnir honum bíla, duddur og dót í gegnum símann og svo auðvita gefur hann honum alltaf kossemoticon

En jæja ég læt þetta duga í bili...verið nú dugleg að kvitta þið sem kíkið hingað inn emoticon

09.01.2009 09:03

Nýtt ár :)

Hæ Hæ og Gleðilegt nýtt ár :)

Jæja þá er heimilisfaðirinn farinn til Noregs og við Alexander tvö eftir heima. Það er svo tómlegt án hans þar sem hann er mikill gleðigjafi sem hressir okkur bæði alltaf við. Þessi ferð verður ekki eins löng og sú síðasta. Síðast var hann úti í tæplega 5 vikur en núna verður hann ekki nema 3 vikur. Planið er svo að hann fari alltaf út í 3 vikur í einu og kemur svo heim til okkar í 1 vikuemoticon

Við höfðum það alveg rosalega gott um jólin. Vorum hjá ömmu og afa í árbænum á aðfangadag og það var alveg yndislegt. Áttum svo róleg og góð áramót með ömmu og afa í mosó sem var líka alveg frábært.

Nú er komið nýtt ár og ég er ein af þessum bjartsýnu. Held að byrjun ársins verði kannski svoldið erfið en svo fer þetta allt að lagast og það birtir til hjá okkur að öllu leiti emoticon Við fórum í bíó á mánudaginn og sáum Yes man sem ég mæli sko með. Boðskapurinn er mjög góður í þessari mynd og á rosalega vel við núna. Jákvæð hugsun og jákvæðni smitar frá sér, ég trúi því allavega. Ef maður er jákvæður og reynir að gera gott úr hlutunum smitar það frá sér og maður uppsker eitthvað jákvætt og gott til baka emoticon

Ég fór með Alexander í klippingu á miðvikudaginn. Ákvað að prufa að fara á Stubbalubba sem er hárgreiðslustofa fyrir börn.  Mikið var ég ánægð með þessa ákvörðun mína. Stofan er alveg yndisleg, skemmtilegt starfsfólk, góð aðstaða (ævintýraland fyrir börn) og svo var ég rosalega ánægð með klippinguna. Alexander hafði líka gaman af þessu, sat alveg kjur í hermannajeppa stólnum sínum og á tímabili hélt ég að hann væri að sofna, held honum hafi fundist þetta svo þægilegt. 
Núna eru bara nokkrir daga í að litli kúturinn okkar byrji á leikskóla. Aðlögunin byrjar 19.janúaremoticon Leikskólinn sem hann fer á heitir Hlíð og er hér í mosó. Þetta er sami leikskóli og Lísa systir hans er á sem er auðvita frábært. Því ef ég þekki litlu dömuna á hún sko eftir að passa mjög vel upp á litla bróðir.

Jæja ég læt þetta duga í bili og er nú alveg ákveðin í því að vera duglegri að blogga um daginn og veginn hér inniemoticon Vona bara að sem flestir kíki hingað inn og kvitti svo fyrir komunaemoticon


  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92857
Samtals gestir: 36289
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 06:04:37